Lífið

Klara Kristín Arndal er nýr ritstjóri Birtu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Klara Kristín Arndal.
Klara Kristín Arndal.

Nýr ritstjóri hefur tekið við tímaritinu Birtu. Klara Kristín Arndal tók við af Kristjáni Þorvaldssyni rétt eftir áramót og kom fyrsta blaðið undir hennar ritstjórn út síðastliðinn föstudag.

Klara segir blaðið munu halda áfram göngu sinni í núverandi mynd en þó hafi hún á prjónunum að stækka það hægt og bítandi eftir því sem aðstæður leyfi og stíla það enn frekar inn á kvenkyns lesendur. Klara hefur áður starfað sem blaðamaður á Fréttablaðinu auk þess sem hún sat í ritstjórn háskólavefjarins student.is. Það er útgáfufélagið Fótspor sem gefur Birtu út en tímaritið kemur út vikulega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.