Enski boltinn

Ólíklegt að Hiddink verði áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guus Hiddink á æfingu rússneska landsliðsins.
Guus Hiddink á æfingu rússneska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images
Guus Hiddink segir það ólíklegt að hann verði áfram knattspyrnustjóri Chelsea eftir að núverandi samningur hans við félagið rennur út í vor.

Hann tók við liðinu nú í vikunni sem vinagreiða við Roman Abramovich, eiganda Chelsea. Hiddink er einnig landsliðsþjálfari Rússland og ætlar sér að láta það starf ganga fyrir.

„Það er nokkuð ljóst hvað mun gerast eftir að maímánuður er búinn. Það er frekar erfitt að sinna báðum störfum. Ég hef mínar skyldur í Rússlandi og enska úrvalsdeildin er mjög krefjandi vettvangur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×