Innlent

Samruni Fréttablaðsins og Morgunblaðsins ógiltur

Samkeppniseftirlitið ógilti í dag samruna Árvakurs hf., Fréttablaðsins ehf. og Pósthússins ehf.

Af samrunanum hefði leitt að Morgunblaðið, Fréttablaðið ehf., Landsprent ehf. sem er prentsmiðja Árvakurs, og Pósthúsið ehf., sem nú annast dreifingu Fréttablaðsins, hefðu verið í eigu eins og sama aðila, Árvakurs. Þá hefðu 365 miðlar ehf. ennfremur komið inn í hluthafahóp Árvakurs sem stærsti hluthafinn með ríflega þriðjungs hlut.

Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruninn hefði falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur á mörkuðunum fyrir útgáfu dagblaða, auglýsingar í dagblöðum, dreifingu dagblaða og prentun dagblaða.

Þá lagðist Samkeppniseftirlitið jafnframt gegn samvinnu blaðanna á sviði prentunar og dreifingar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×