Lífið

Meryl Streep heiðruð í Róm

meryl streep Bandaríska leikkonan fær afhent heiðursverðlaun fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar í Róm.
meryl streep Bandaríska leikkonan fær afhent heiðursverðlaun fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar í Róm.

Leikkonan Meryl Streep fær afhent heiðursverðlaun fyrir æviframlag sitt til leiklistar­innar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Róm sem verður haldin í október.

Tékkneski leikstjórinn Milos Forman verður formaður dómnefndar á hátíðinni. Hann hefur aldrei leikstýrt Streep en lék þó aukahlutverk í mynd hennar Heartburn árið 1986. Streep hefur oftast allra leikkvenna verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, eða fimmtán sinnum. Tvívegis hefur hún hlotið styttuna, fyrir myndirnar Kramer vs Kramer og Sophie"s Choice.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.