Enski boltinn

Benitez: Verðum að vinna United á Old Trafford

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez hefur viðurkennt að Liverpool verði að vinna Manchester United þegar að liðin mætast á Old Trafford þann 14. mars næstkomandi til að eiga möguleika á að vinna enska meistaratitilinn.

Liverpool gerði í gær 1-1 jafntefli við Manchester City á heimavelli og er nú sjö stigum á eftir United sem er í efsta sæti deildarinnar.

„Ég held að það sé ljóst að við verðum að vinna Manchester United," sagði Benitez. „Staðan er erfið. Þetta voru slæm úrslit. Næst verðum við að vinna Middlesbrough og Sunderland og byrja að hugsa um hvort við eigum möguleika á að vinna United á Old Trafford."

„Maður veit aldrei hvað gerist en það er ljóst að þeir geta unnið leiki og unnið leiki án þess að spila vel."

„Það eru enn tólf leikir eftir af tímabilinu og aldrei hætt að útiloka neitt fyrr en að þessu er lokið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×