Innlent

Brúarsmíði yfir Hvítá

Myndirnar sem fylgja þessari frétt tók Þórir Tryggvason flugmaður í morgun.
Myndirnar sem fylgja þessari frétt tók Þórir Tryggvason flugmaður í morgun.

Uppundir 150 manns unnu í gærdag og fram á kvöld að einhverju viðamesta steypuverkefni sem um getur hérlendis, að steypa nýju Hvítárbrúna við Flúðir í Árnessýslu. 32 steypubílar voru í stöðugum ferðum fram á morgundaginn, bæði frá Selfossi og úr Reykjavík.

Fjallað var um brúarsmíðina í fréttum Stöðvar 2 í gær. Myndirnar sem fylgja þessari frétt tók Þórir Tryggvason flugmaður um tíuleytið í morgun.

Fimm mánuðir frá því smiðirnir hófu brúarsmíðina. Fyrir svæðið er um mikið uppgrip að ræða því það eru nánast eingöngu Sunnlendingar sem smíða brúna og leggja veginn. Fjórir þeirra búa á Flúðum og þeir sigla á báti yfir Hvítá í vinnuna.

Hægt er að horfa á frétt Stöðvar 2 um smíðina frá því í gær hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×