Innlent

Kirkjuþing hafið

Kirkjuþing hófst með helgistund klukkan níu í morgun í Grensáskirkju.

Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Ragna Árnadóttir, dómsmála - og mannréttindaráðherra, flytja ávörp við þingsetninguna.

Fyrir þinginu liggja að þessu sinni 27 mál. Þar á meðal eru tillögur sem varða skipulag kirkjunnar, samstarf og sameiningu prestakalla og tilfærslur á verkefnum.

Þá eru lagðar fram siðareglur fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða innan kirkjunnar og tillaga að starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×