Landsvirkjun blæs til fundar um nýsköpun 19. nóvember 2009 04:00 Landsvirkjun stendur fyrir samráðsfundi í Blönduvirkjun um umhverfisvænar áherslur í atvinnu- og menningarlífi á Norðurlandi vestra.Fréttablaðið/Pjetur „Sú var tíðin að allt of margir fóru í gegnum svæðið án þess að stoppa. Á Norðurlandi vestra er margt að sjá,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sem stendur fyrir samráðsfundi um umhverfisvænar áherslur í atvinnu- og menningarlífi á svæðinu í samstarfi við Vaxtarsamning Norðurlands vestra í dag. Blásið er til fundarins í Blönduvirkjun og stendur hann yfir í fjórar klukkustundir. Þorsteinn segir forsvarsmenn Alþjóðlegu athafnavikunnar hafa átt frumkvæðið að því að leita til Landsvirkjunar, sem setti samstundis höfuðið í bleyti. Niðurstaðan hafi verið sú að leita sóknarfæra á Norðurlandi vestra í samstarfi við íbúa svæðisins. Í fyrstu var hugmyndin að líkja eftir Þjóðfundinum í Reykjavík um síðustu helgi og kalla til fólk eftir úrtaki. Þeirri hugmynd var hins vegar kastað fyrir róða og ákveðið að boða á bilinu tuttugu til 25 manns af Norðurlandi vestra með brennandi áhuga á málinu til að ræða málin og leita leiða til að gera hugmyndir sínar að veruleika. Rætt verður um þau sóknarfæri sem felast í umhverfisvænum áherslum í atvinnu- og menningarlífi í fjórðungnum. Þar á meðal er nýsköpun af ýmsu tagi, betri nýting afurða, náttúruvernd og aðgengi að náttúruperlum. Þorsteinn segir Landsvirkjun hafa verið að vinna að samfélagslegri stefnu fyrirtækisins enda vilji það marka sér stefnu á þeim stöðum sem fyrirtækið er með starfsemi. Það vilji taka þátt í verkefnum sem geti af sér jákvæða þróun. Fundurinn í dag er liður í því. Raunar sé undir heimamönnum komið að vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma á fundinum í dag. Sé samhljómur um að halda áfram með ákveðin mál sé Landsvirkjun tilbúin til að styðja við það. „Ég lít á þetta sem lærdóm fyrir okkur. Við getum hugsað okkur að skoða önnur svæði þar sem við erum með starfstöð. Kannski skoðum við þetta áfram á öðrum svæðum landsins,“ segir Þorsteinn. jonab@frettabladid.is Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
„Sú var tíðin að allt of margir fóru í gegnum svæðið án þess að stoppa. Á Norðurlandi vestra er margt að sjá,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sem stendur fyrir samráðsfundi um umhverfisvænar áherslur í atvinnu- og menningarlífi á svæðinu í samstarfi við Vaxtarsamning Norðurlands vestra í dag. Blásið er til fundarins í Blönduvirkjun og stendur hann yfir í fjórar klukkustundir. Þorsteinn segir forsvarsmenn Alþjóðlegu athafnavikunnar hafa átt frumkvæðið að því að leita til Landsvirkjunar, sem setti samstundis höfuðið í bleyti. Niðurstaðan hafi verið sú að leita sóknarfæra á Norðurlandi vestra í samstarfi við íbúa svæðisins. Í fyrstu var hugmyndin að líkja eftir Þjóðfundinum í Reykjavík um síðustu helgi og kalla til fólk eftir úrtaki. Þeirri hugmynd var hins vegar kastað fyrir róða og ákveðið að boða á bilinu tuttugu til 25 manns af Norðurlandi vestra með brennandi áhuga á málinu til að ræða málin og leita leiða til að gera hugmyndir sínar að veruleika. Rætt verður um þau sóknarfæri sem felast í umhverfisvænum áherslum í atvinnu- og menningarlífi í fjórðungnum. Þar á meðal er nýsköpun af ýmsu tagi, betri nýting afurða, náttúruvernd og aðgengi að náttúruperlum. Þorsteinn segir Landsvirkjun hafa verið að vinna að samfélagslegri stefnu fyrirtækisins enda vilji það marka sér stefnu á þeim stöðum sem fyrirtækið er með starfsemi. Það vilji taka þátt í verkefnum sem geti af sér jákvæða þróun. Fundurinn í dag er liður í því. Raunar sé undir heimamönnum komið að vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma á fundinum í dag. Sé samhljómur um að halda áfram með ákveðin mál sé Landsvirkjun tilbúin til að styðja við það. „Ég lít á þetta sem lærdóm fyrir okkur. Við getum hugsað okkur að skoða önnur svæði þar sem við erum með starfstöð. Kannski skoðum við þetta áfram á öðrum svæðum landsins,“ segir Þorsteinn. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira