Innlent

Mótmæli við stjórnarráðið - myndband

Hópur fólks kom saman fyrir framan stjórnarráðið í morgun til þess að mótmæla framferði Ísraelsmanna á Gaza. Um fimmtíu manns taka þátt í mótmælunum og hefur rauðri málningu verið kastað á veggi hússins og flugeldar hafa verið sprengdir á tröppunum.

Í yfirlýsingu frá hópnum sem stendur að mótmælunum kemur fram að þau séu friðsamleg en að tilgangurinn sé að gera ráðamönnum á Íslandi, sem ekki vilji fordæma verk Ísraelsmanna, tækifæri til að horfast í augu við veruleikann eins og hann er á Gaza.

Eftir aðgerðirnar við Stjórnarráðið fór hópurinn að Alþingishúsinu. Að sögn yfirþingvarðar hlupu nokkrir í kringum húsið öskrandi og lömdu á glugga byggingarinnar. Síðan lögðu þeir einhverskonar klæði á tröppurnar fyrir framan og sprengdu flugeld í garðinum. Að öðru leyti fóru þær aðgerðirnar friðsamlega fram.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×