Innlent

Vill fund með iðnaðarráðherra

Unnur Brá Konráðsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur beðið um fund með iðnaðarráðherra vegna ákvörðunnar ríkisstjórnarinnar um að framlengja ekki viljayfirlýsingu um álver á Bakka. Hún segist búast við svari frá ráðherra í dag.

„Ég vil bara fá að vita hvað er að gerast og hvað þetta annað sem talað hefur verið um sé," segir Unnur Brá í samtali við Vísi. Hún segir brýnt fyrir þjóðina að vita hver stefna ríkisstjórnarinnar sé í þessum málum.

Unnur Brá kallar eftir skýrari sýn ríkisstjórnarinnar í orku- og atvinnumálum. „Ef við ætlum ekki í dag að grípa þau tækifæri sem eru til staðar og nýta þau til að fjölga hér atvinnutækifærum og auka gjaldeyristekjur að þá sé ég ekki hvernig þau ætla að koma okkur út úr þessu ástandi," sagði Unnur Brá í samtali við Vísi um helgina.

Hún segist eiga von á svari frá iðnaðarráðherra í dag vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×