Innlent

Gylfi: Íslenskir bankamenn þeir verstu í heimi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Magnússon segir íslenska bankamenn þá verstu í heimi.
Gylfi Magnússon segir íslenska bankamenn þá verstu í heimi.
Íslenskir bankamenn voru þeir verstu í heimi, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á vef breska blaðsins Times í dag.

„Þeim tókst að ná tökum á bankakerfinu og láta tífaldast að stærð, síðan létu þeir það hrynja - allt á sex ára tímabili. Þetta er athyglisverður árangur, í ákveðnum skilningi. Bankamenn um allan heim eru skammaðir, en ég held að enginn komist nálægt þessu fólki," segir Gylfi.

Í greininni talar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um þá kröfu almennings að bankamenn sæti ábyrgð vegna hrunsins. „Fólk er stressað yfir því að enginn hafi verið handtekinn en tugir mála hafa verið rannsökuð," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í greininni. Hann bendir á að sumir þessara manna séu þegar grunaðir um saknæm athæfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×