Lífið

135 taka þátt í Þorskastríði

Steini Hljómsveitin Steini vann Þorskastríðið í fyrra og hlaut að launum útgáfusamning.
Steini Hljómsveitin Steini vann Þorskastríðið í fyrra og hlaut að launum útgáfusamning.

Alls sendu 135 flytjendur inn efni í tónlistarkeppnina Þorskastríðið. Þátttakan var framar björtustu vonum útgáfufyrirtækisins Cod Music því á síðasta ári sendu 102 flytjendur inn lög. Yngstu tónlistarmennirnir sem tóku þátt í ár eru 12 og 13 ára en elsti keppandinn er 56 ára.

Tónlistarstefnurnar eru úr öllum áttum og eru flestir flytjendurnir úr Reykjavík en næstflestir frá Akureyri. Nú tekur við að hlusta á og fara yfir hvert einasta lag og í framhaldinu verður sigurvegari Þorskastríðsins kynntur föstudaginn 15. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.