Lífið

Einu sinni var…

einu sinni var… Teiknimyndirnar Einu sinni var… voru sýndar í Ríkissjónvarpinu við miklar vinsældir hér á árum áður.
einu sinni var… Teiknimyndirnar Einu sinni var… voru sýndar í Ríkissjónvarpinu við miklar vinsældir hér á árum áður.

Margir muna eflaust eftir teiknimyndunum Einu sinni var… sem voru sýndar í Ríkissjónvarpinu á níunda áratugnum við miklar vinsældir. Bæði ungir sem aldnir hrifust af þessum skemmtilegu og fræðandi þáttum sem voru sýndir í yfir hundrað löndum.

Næstkomandi sunnudagsmorgun klukkan 9.50 tekur Sjónvarpið til sýningar framhald þeirra sem nefnast Einu sinni var… Jörðin.

Í þetta sinn verða unglingarnir sem eru þekktir úr fyrri syrpunni hetjur í ævintýrum og ráða miklu um framgang mála.

Myndaflokknum er ætlað að hvetja yngri áhorfendur til að verða ábyrgir borgarar og hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt svo þeir geti lagt sitt af mörkum til að vernda það. Ættu því foreldrar að hvetja börnin sín til að fylgjast með á sunnudagsmorgnum frá byrjun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.