Lífið

Lindsay yfirheyrð í Kanada

Draugar fortíðar
Lindsay Lohan mátti þola klukkustundar langa yfirheyrslu í Kanada vegna fortíðar sinnar sem stútur undir stýri.
Draugar fortíðar Lindsay Lohan mátti þola klukkustundar langa yfirheyrslu í Kanada vegna fortíðar sinnar sem stútur undir stýri.

Draugar fortíðar eltu bandarísku leikkonuna Lindsay Lohan til Kanada því landamærayfirvöld voru ekki alveg á þeim buxunum að hleypa henni inn í landið. Lohan átti að koma fram á næturklúbbi í Montreal og lenti grunlaus á flugvelli borgarinnar. Þegar hún afhenti síðan vegabréfið sitt eins og lög gera ráð fyrir komu einhverjar vöflur á landamæraverðina og Lindsay var yfirheyrð í um klukkutíma.

Ástæðan fyrir þessu umstangi var sögð vera sú að Lindsay hefur átt erfitt með að halda sig frá akstri þegar hún hefur verið við skál.

„Þeir voru virkilega erfiðir við hana,“ segir einn heimildarmaður blaðsins. Lindsay fékk þó loks landvistarleyfi og gat því staðið við skuldbindingar sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.