Erlent

Innbrotsþjófar á unglingsaldri drepnir

Eigandi einbýlisshús í Texas í Bandaríkjunum skaut tvo 16 ára unglinga til bana, og særði annan lífshættulega, þegar ungmenninn brutust inn á heimili hans í dag. Fjórði unglingurinn komst ósærður undan. Ekki er vitað hvað þeim gekk til.

Húsráðandinn er í haldi lögreglu en hann mun ekki hafa haft tilskilin leyfi fyrir byssunni sem hann notaði þegar ungmenninn brutust inn á heimili hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×