Erlent

Demantaþjófur beitir dáleiðslu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Indverskum svikahrappi tókst að stela demantshálsmenum og -armböndum að verðmæti rúmlega 20 milljónir króna með því að dáleiða starfsmann skartgripaverslunar.

Þjófurinn kynnti sig sem hóteleiganda og bað um að fá að skoða demanta. Hann tilkynnti svo starfsmanni verslunarinnar að hann hygðist kaupa töluvert magn demantskreyttra skartgripa og bað starfsmanninn að koma með skartgripina á hótel sem hann ætti í nágrenninu. Þegar starfsmaðurinn mætti þangað með demantana dáleiddi þjófurinn hann og hvarf á braut með fenginn.

Dáleiðslutækni virðist ekki vera það eina sem þjófurinn kann fyrir sér þar sem í ljós kom að öryggismyndavélar í versluninni höfðu ekki heldur verið í gangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×