Erlent

Maóistar drápu fimm lögreglumenn

Frá Indalandi í dag.
Frá Indalandi í dag. MYND/AP

Maóistar drápu fimm lögreglumenn og særðu þrjá í austuhluta Indlands skömmu áður en ráðgert var að Sonia Gandhi, leiðtogi Kongressflokksins, ávarpaði fjöldafund í nágrenni morðstaðarins.

Samtök maóista sem segjast styðja fátæka bændur og landlausa vilja að kjósendur sniðgangi fyrirhugaðar kosningar í Jharkhand fylki. Þar hafa þeir undanfarna vikur sprengt upp skóla og opinberar byggingar og kveikt í heimilum frambjóðanda.

Þúsundir hafa fallið í ódæðum maóista í Indalandi frá því þeir hófu aðgerðir sínar á sjöunda áratug síðustu aldar. Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, telur að maóistar séu ein mesta ógn við innra öryggi landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×