Innlent

Bráðabirgðatölur um afbrot á árinu

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman bráðabirgðatölur um fjölda helstu brota árið 2009. Á heimasíðu embættisins er sá fyrirvari settur að endanlegar tölur liggja ekki fyrir en tölurnar eru þó sagðar gefa innsýn í hvert stefnir.

Fram kemur að innbrotum fjölgaði um 30 prósent árið 2009 samanborið við fyrri ár en þó má sjá merki um fækkun brota seinni hluta árs. Miðað við þessar tölur voru að meðaltali framin tvö innbrot á heimili á dag og tvö í bíla.

Þá kemur fram að ríflega þrefalt meira magn maríhúana var tekið árið 2009 samanborið við árið á undan eða um 20 kg. Tvöfalt meira magn amfetamíns var tekið árið 2009 en árið 2008 eða 10 kg. Svipað magn kókaíns var tekið og árið á undan. Aftur á móti var tekið minna magn af hassi og ecstacy.

Hér má kynna sér tölurnar nánar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×