Innlent

Símasvindl frá Túnis: Hringdi 300 sinnum í íslenska konu

Ekki hringja aftur.
Ekki hringja aftur.

„Ég er með þrjúhundruð missed calls," segir kona sem virðist hafa lent í svikahröppum frá Túnis en þeir hringja linnulaust í farsíma hennar. Í fyrstu svaraði hún en þá talaði maðurinn á línunni enga ensku. Eftir nokkurt þóf áttaði konan sig á því að hann talaði hrafl í frönsku, en sjálf talar hún tungumálið.

Maðurinn virtist þó aldrei svara spurningum hennar. Sjálfa grunaði hana að hún væri að ræða við símsvara frekar en manneskju.

„Það var eins og hann væri að reyna halda mér á línunni," segir hún en alls svaraði hún sex sinnum í símann. Ástæðan var sú að foreldrar hennar búa á Spáni en fyrir tilviljun þá voru þau kominn með nýtt númer. Konan hélt að foreldrar sínir væru að reyna að ná í hana í fyrstu en svo rann fljótlega upp fyrir henni að svo var ekki.

Svæðisnúmerið reyndist vera frá Túnis en það er 216.

Það var ekki fyrr en hún hafði samband við símafyrirtækið sitt sem henni var tjáð að hún hefði hugsanlega lent í einhverju svindli. Sjálf hyggst hún kæra athæfið.

Spurð hvort hún væri búinn að fá símreikning sagði hún svo ekki vera og því óljóst hvað manninum frá Túnis gekk til.

„Ég var gjörsamlega að verða brjáluð í gær," segir konan en áreitið er búið að vera gríðarlegt vegna símhringinganna. Konan segist varla hafa undan að leggja á. Oft hafi bara hringt einu sinni.

Símasvindlarar herjuðu á Íslendinga í janúar síðastliðnum en þá var hringt í 1400 síma hér á landi. Hringingarnar voru ýmist frá einnig hringingu upp í þrjár. Ef fólk hringdi hinsvegar til baka þá færðust nokkur þúsund krónur af reikningi viðkomandi yfir á reikning svikarans. Því getur verið varhugavert að hringja aftur í númerið frá Túnis.

Ekki náðist í fulltrúa ríkislögreglustjórans sem hefur umsjón með svikamálum af þessari tegund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×