Innlent

Lögreglan handtók innbrotsþjófa í nótt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt en fullvíst þykir talið að þeir hafi sitthvað misjafnt á samviskunni. Þar á meðal eru tvö innbrot í Kópavogi. Karl á fertugsaldri var sömuleiðis handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á innbroti í vesturbæ Reykjavíkur en þýfi fannst í bíl mannsins. Þremenningarnir hafa allir komið við sögu hjá lögreglu áður.

Fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Þrír voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru þetta allt karlar. Þrír þeirra eru á þrítugsaldri og sá fjórði á fimmtugsaldri. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Þá stöðvaði lögreglan för tveggja ökumanna sem báðir voru próflausir. Annar, piltur um tvítugt, var tekinn í miðborginni þar sem hann ók gegn einstefnu en hinn í Hafnarfirði. Sá síðarnefndi, karl á fertugsaldri, ók bíl sem var ótryggður og því voru skráningarnúmerin fjarlægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×