Innlent

Mikil verðmæti geta glatast á töfum

SPRON Formaður skilanefndar SPRON óttast flótta viðskiptavina takist ekki að opna fljótlega útibú sem seld voru MP.
SPRON Formaður skilanefndar SPRON óttast flótta viðskiptavina takist ekki að opna fljótlega útibú sem seld voru MP.

Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, segir mikil verðmæti í uppnámi, gangi salan á SPRON til MP Banka ekki eftir.

Salan á útibúum SPRON og netabanka SPRON til MP Banka fékk grænt ljós frá Samkeppniseftirlitinu en hefur ekki fengist staðfest af Fjármálaeftirlitinu. Hlynur segir að meta megi söluna á um 800 milljónir króna. Þar af er stór upphæð vegna launa 45 starfsmanna sem MP ætlar að yfirtaka en skilanefndin þarf ella að greiða þriggja til tólf mánaða uppsagnarfrest eftir atvikum.

Þrátt fyrir tafir á afgreiðslu málsins frá Fjármálaeftirlitinu segir Hlynur það ekki hafa tekið óeðlilega langan tíma miðað við afgreiðslu annarra mála þar. Nú haldi Fjármálaeftirlitið um alla þræði.

„Ef sölunni til MP verði hafnað hafi verðmæti SPRON þegar rýrnað verulega. Þá er vafamál hvort nokkuð fengist fyrir þetta lengur," segir Hlynur, sem kveður ástæðu þess liggja í augum uppi.

„Eftir því sem útibúin er lokuð lengur hljóta þau að tapa sínum viðskiptavinum. Ef þú ætlar að opna aftur eftir tvo mánuði hlýtur þú að þurfa að finna nýja kúnna."

Eins og áður segir felst hluti kaupverðsins á SPRON í yfirtöku 45 starfsmanna. Hlynur segir mjög marga þeirra hafa sex mánaða uppsagnarfrest. Illt sé í efni ef viðskiptin fari út um þúfur.

„Þá þurfum við að borga þessu fólki laun án þess að hafa nokkur not fyrir það," bendir hann á. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×