Innlent

Snjóflóðahætta í Súðavíkurhlíð

Úr myndasafni. Súðavíkurhlíð.
Úr myndasafni. Súðavíkurhlíð.
Vegna snjóflóðahættu á Súðavíkurhlíð eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni og tekur lögreglan á Vestfjörðum undir þau varnaðarorð.

Á Vestfjörðum er hálka og éljagangur á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er í Ísafjarðardjúpi, á ströndum, Ennishálsi og Steingrímsfjarðarheiði. Þæfingsfærð er Hjallahálsi og stendur mokstur þar yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×