Fréttastjóri lærir guðfræði 12. janúar 2009 04:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson sest á skólabekk við elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Fréttablaðið/Anton „Ég verð vel geymdur þarna,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, sem hefur skráð sig í nám í elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir brotthvarfið af Stöð 2 en töluvert hefur verið slúðrað um það á vefsíðum að hann hafi verið stjórnendum gömlu viðskiptabankanna innan handar í kjölfar efnahagshrunsins. Steingrímur vísar því alfarið á bug, segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir námið í háskólanum. „Mér skilst að þetta sé rétti tíminn til að fara í nám, allavega hefur aðsóknin í Háskólann verið góð.“ Þessi gamli upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir guðfræðina ekki vera neitt stundarbrjálæði. Þótt hún hafi í sjálfu sér ekki mallað lengi í kollinum á honum. „Hún er bara nátengd sagnfræðinni sem ég stúderaði á sínum tíma og ætli guðfræðiáhuginn hafi ekki komið bara með aldrinum, þegar maður reynir að leita svara við dýpri spurningum en bara þessum veraldlegu,“ útskýrir Steingrímur sem hefur alið manninn undanfarna daga í Bóksölu stúdenta og sankað að sér hvers kyns heimspekiritum og trúfræðibókum. Hann segist jafnframt vera trúaður og fari því inn í námið á bæði sagnfræðilegum- og trúarlegum forsendum. Meðal námskeiða sem Steingrímur sækir á sinni fyrstu önn eru Inngangur að trúfræði og hebreska. Steingrímur er ekki fyrsti þekkti einstaklingurinn sem skráir sig í guðfræði; söngkonan Móeiður Júníusdóttir kláraði guðfræðina fyrir nokkru, Davíð Þór Jónsson, dómari í Gettu Betur, dustaði rykið af gömlu guðfræðibókunum sínum og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona lýsti því yfir í sjónvarpsþætti Loga Bergmans að hún hygðist skrá sig í guðfræði. Og fyrrum sjónvarpsmaðurinn er ekkert á því að skipuleggja námið of langt fram í tímann. Hefur ekkert velt því fyrir sér hvort hann muni klæðast hempunni góðu í framtíðinni og predika yfir lýðnum. „Maður hefur lært það af gamalli reynslu að það borgar sig ekki að horfa of langt fram á veginn, ég tek bara eina önn í einu.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Sjá meira
„Ég verð vel geymdur þarna,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, sem hefur skráð sig í nám í elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir brotthvarfið af Stöð 2 en töluvert hefur verið slúðrað um það á vefsíðum að hann hafi verið stjórnendum gömlu viðskiptabankanna innan handar í kjölfar efnahagshrunsins. Steingrímur vísar því alfarið á bug, segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir námið í háskólanum. „Mér skilst að þetta sé rétti tíminn til að fara í nám, allavega hefur aðsóknin í Háskólann verið góð.“ Þessi gamli upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir guðfræðina ekki vera neitt stundarbrjálæði. Þótt hún hafi í sjálfu sér ekki mallað lengi í kollinum á honum. „Hún er bara nátengd sagnfræðinni sem ég stúderaði á sínum tíma og ætli guðfræðiáhuginn hafi ekki komið bara með aldrinum, þegar maður reynir að leita svara við dýpri spurningum en bara þessum veraldlegu,“ útskýrir Steingrímur sem hefur alið manninn undanfarna daga í Bóksölu stúdenta og sankað að sér hvers kyns heimspekiritum og trúfræðibókum. Hann segist jafnframt vera trúaður og fari því inn í námið á bæði sagnfræðilegum- og trúarlegum forsendum. Meðal námskeiða sem Steingrímur sækir á sinni fyrstu önn eru Inngangur að trúfræði og hebreska. Steingrímur er ekki fyrsti þekkti einstaklingurinn sem skráir sig í guðfræði; söngkonan Móeiður Júníusdóttir kláraði guðfræðina fyrir nokkru, Davíð Þór Jónsson, dómari í Gettu Betur, dustaði rykið af gömlu guðfræðibókunum sínum og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona lýsti því yfir í sjónvarpsþætti Loga Bergmans að hún hygðist skrá sig í guðfræði. Og fyrrum sjónvarpsmaðurinn er ekkert á því að skipuleggja námið of langt fram í tímann. Hefur ekkert velt því fyrir sér hvort hann muni klæðast hempunni góðu í framtíðinni og predika yfir lýðnum. „Maður hefur lært það af gamalli reynslu að það borgar sig ekki að horfa of langt fram á veginn, ég tek bara eina önn í einu.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Sjá meira