Innlent

Þétt setið á borgarafundi

Aðalsalurinn í Háskólabíói er þétt setinn. Áttundi opni borgarafundurinn frá bankahruninu fer fram þar þessa stundina.
Aðalsalurinn í Háskólabíói er þétt setinn. Áttundi opni borgarafundurinn frá bankahruninu fer fram þar þessa stundina. MYND/Stefáni

Áttundi opni borgarafundurinn í Háskólabíói er að hefjast og salurinn þétt setinn og fá sæti laus. Fundarefnið í kvöld er íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar. Spurt er hvað fór úrskeiðis og fjallað verður um hriplekt lagaumhverfi og veikar eftirlitsstofnanir, eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum fundarins.

Frummælendur eru Robert Wade prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics, Raffaella Tenconi hagfræðingur hjá Straumi fjárfestingarbanka í London, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur og Herbert Sveinbjörnsson heimildamyndagerðarmaður og aðgerðarsinni.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×