Saka oddvitann um að stela bókhaldinu 12. janúar 2009 06:00 Meðalfellsvatn í Kjós Í Kjósarhreppi búa um 190 manns. Mynd/Guðmundur Þ. Steinþórsson Þegar Sigurbjörn Hjaltason, oddviti Kjósarhrepps, mætti til vinnu eftir jól mætti honum stórskemmd hurðin á hreppsskrifstofunni. Brotist hafði verið inn og tölvum með gögnum hreppsins stolið. Þau eru ófundin. Sigurbjörn segir að málið líti óneitanlega þannig út að þjófurinn hafi aðeins ásælst gögnin, en meðal gagnanna er bókhald bæjarins auk ýmissa viðkvæmra persónulegra upplýsinga um málefni einstaklinga og sveitarfélagsins, til dæmis um fjármál fólks. „Svo eru þarna tölvupóstar á milli mín og starfsmanna félagsmálasviðs Mosfellsbæjar. Hlutir sem ekki eiga að komast á flot,“ segir Sigurbjörn. Engu öðru var stolið, þótt inni væru verðmætir hlutir á borð við handhægan peningaskáp, flatskjá og skjávarpa. Eftir að fréttir birtust um innbrotið á vef sveitarfélagsins fóru að berast við þær óvægnar athugasemdir frá tveimur sveitungum Sigurbjörns, þar sem ýjað var að því að hann hefði sjálfur átt þátt í innbrotinu og hvarfi gagnanna vegna þess að þau sýndu fram á spillingu og óráðsíu í rekstri sveitarfélagsins. Sigurbjörn fjarlægði athugasemdirnar, þar sem honum þóttu þær meiðandi. Í kjölfarið bárust fleiri athugasemdir þar sem hann var sakaður um ritskoðun og kenndur við Robert Mugabe, forseta Simbabve. Annar þeirra sem skildi eftir athugasemdirnar skrifaði undir nafni. Sá er Pétur Jónsson í Þúfukoti. Sigurbjörn segir hann annan tveggja sem hafi um nokkurn tíma troðið illsakir við sig og sveitarfélagið vegna skipulagsmála. Hinn sé tannlæknirinn Jón Birgir Jónsson, sem Sigurbjörn segist sannfærður um að hafi ritað hinar athugasemdirnar undir dulnefni. Sigurbjörn segir ásakanirnar mjög óþægilegar. Hann grunar þó ekki Pétur eða Jón Birgi um að hafa stolið gögnunum. „Þessi skrif á síðunni voru þess eðlis að flestir telja vera eitthvert samhengi þarna á milli, þótt ég vilji ekki meina það.“ Og Sigurbjörn er ekki ánægður með viðbrögð lögreglu, í ljósi þess hversu alvarlegt það sé að svo viðkvæmum upplýsingum sé stolið. „Við bíðum í rauninni bara eftir því að lögreglan hristi af sér slenið og fari að rannsaka þetta,“ segir hann. stigur@frettabladid.is Sigurbjörn Hjaltason Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Þegar Sigurbjörn Hjaltason, oddviti Kjósarhrepps, mætti til vinnu eftir jól mætti honum stórskemmd hurðin á hreppsskrifstofunni. Brotist hafði verið inn og tölvum með gögnum hreppsins stolið. Þau eru ófundin. Sigurbjörn segir að málið líti óneitanlega þannig út að þjófurinn hafi aðeins ásælst gögnin, en meðal gagnanna er bókhald bæjarins auk ýmissa viðkvæmra persónulegra upplýsinga um málefni einstaklinga og sveitarfélagsins, til dæmis um fjármál fólks. „Svo eru þarna tölvupóstar á milli mín og starfsmanna félagsmálasviðs Mosfellsbæjar. Hlutir sem ekki eiga að komast á flot,“ segir Sigurbjörn. Engu öðru var stolið, þótt inni væru verðmætir hlutir á borð við handhægan peningaskáp, flatskjá og skjávarpa. Eftir að fréttir birtust um innbrotið á vef sveitarfélagsins fóru að berast við þær óvægnar athugasemdir frá tveimur sveitungum Sigurbjörns, þar sem ýjað var að því að hann hefði sjálfur átt þátt í innbrotinu og hvarfi gagnanna vegna þess að þau sýndu fram á spillingu og óráðsíu í rekstri sveitarfélagsins. Sigurbjörn fjarlægði athugasemdirnar, þar sem honum þóttu þær meiðandi. Í kjölfarið bárust fleiri athugasemdir þar sem hann var sakaður um ritskoðun og kenndur við Robert Mugabe, forseta Simbabve. Annar þeirra sem skildi eftir athugasemdirnar skrifaði undir nafni. Sá er Pétur Jónsson í Þúfukoti. Sigurbjörn segir hann annan tveggja sem hafi um nokkurn tíma troðið illsakir við sig og sveitarfélagið vegna skipulagsmála. Hinn sé tannlæknirinn Jón Birgir Jónsson, sem Sigurbjörn segist sannfærður um að hafi ritað hinar athugasemdirnar undir dulnefni. Sigurbjörn segir ásakanirnar mjög óþægilegar. Hann grunar þó ekki Pétur eða Jón Birgi um að hafa stolið gögnunum. „Þessi skrif á síðunni voru þess eðlis að flestir telja vera eitthvert samhengi þarna á milli, þótt ég vilji ekki meina það.“ Og Sigurbjörn er ekki ánægður með viðbrögð lögreglu, í ljósi þess hversu alvarlegt það sé að svo viðkvæmum upplýsingum sé stolið. „Við bíðum í rauninni bara eftir því að lögreglan hristi af sér slenið og fari að rannsaka þetta,“ segir hann. stigur@frettabladid.is Sigurbjörn Hjaltason
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira