Enski boltinn

Ferguson á von að Hargreaves geti spilað í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Owen Hargreaves í leik með Manchester United.
Owen Hargreaves í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, á von á því að Owen Hargreaves verði aftur orðinn heill af meiðslum sínum í næsta mánuði og geti þá byrjað að spila með liði sínu að nýju.

Hargreaves hefur ekki spilað með United síðan í september í fyrra en hann hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða.

Upphaflega var talið að Hargreaves myndi geta byrjað að spila aftur í nóvember en það hefur ekki gerst.

„Owen líður betur með hverri vikunni sem líður. Þetta er að koma hjá honum, hægt og rólega. Vonandi getur hann byrjað að spila aftur í lok janúar," sagði Ferguson við enska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×