Innlent

500 þúsund í Kópavogslaug

glaðningur fyrir sundsprettinn María Níelsdóttir tók við blómvendi, árskorti í líkamsrækt og sund og fleiri gjöfum úr hendi Jakobs Þorsteinssonar og Gunnsteins Sigurðssonar áður en hún stakk sér til sunds í gær. fréttablaðið/valli
glaðningur fyrir sundsprettinn María Níelsdóttir tók við blómvendi, árskorti í líkamsrækt og sund og fleiri gjöfum úr hendi Jakobs Þorsteinssonar og Gunnsteins Sigurðssonar áður en hún stakk sér til sunds í gær. fréttablaðið/valli

Metfjöldi fólks hefur sótt sundlaugina í Kópavogi á árinu sem er að líða. María Níelsdóttir, sem er fædd og uppalin í Kópavogi, varð í gær 500 þúsundasti gestur ársins.

Af því tilefni afhentu Gunnsteinn Sigurðsson bæjarstjóri og Jakob Þorsteinsson, forstöðumaður sundlaugarinnar, henni blómvönd, árskort í líkamsrækt og sund og gjafapakka.

Árið 2008 voru gestir laugarinnar 391.439, og hefur þeim því fjölgað um 28 prósent það sem af er ári. Gestafjöldi í sundlaugina Versali, sem einnig er í Kópavogi, jókst einnig. Stefnir í að gestir þar verði 384 þúsund, eða eitt þúsund fleiri gestir en í fyrra. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×