Innlent

Sautján ára dæmd fyrir þjófnað

Sautján ára stúlka var dæmd í 60 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir meðal annars að stela tvívegis hamborgarhrygg auk gallabuxna og snyrtivara. Þá var hún einnig svipt ökuréttindum í ár eftir að hún ók undir áhrifum fíkniefna í apríl á síðasta ári. Þjófnaðurinn átti sér stað frá júlí á síðasta ári og fram eftir árinu.

Stúlkan játaði skýlaust.

Stúlkan var því dæmd í 60 daga fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Að auki er henni gert að greiða 150 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×