Innlent

Krefjast þess að lög um afnám sjómannaafsláttar verði afturkölluð

Stjórnvöld eru átalin fyrir að afnema sjómannaafsláttinn í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags í gærkvöldi. Þar segir að fundurinn átelji stjórnvöld fyrir lagabreytingar á skattaumhverfi sjómanna án þess að tekið sé tillit til sögu sjómannaafsláttarins.

„Krafa fundarins er að lögin verði afturkölluð eða að sjómenn fái í hans stað dagpeninga líkt og aðrar stéttir sem stunda vinnu fjarri heimili og skorar fundurinn á útvegsmenn að standa með sjómönnum í þessum efnum."

Þá var ennfremur minnt á að sjómenn þurfi einir stétta að greiða fyrir eldsneyti á sínum vinnustað með þátttöku í olíukostnaði útgerðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×