Enski boltinn

Anichebe sér ekki eftir neinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Victor Anichebe, til hægri, í leik með Everton gegn Liverpool.
Victor Anichebe, til hægri, í leik með Everton gegn Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Victor Anichebe, leikmaður Everton, segist ekki sjá eftir neinu varðandi samskipti sín við David Moyes, knattspyrnustjóra liðsins.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í upphafi mánaðarins að Anichebe hafi misst stjórn á skapi sínu þegar honum var neitað um félagaskipti til Hull á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann mun hafa notað móðgandi orðbragð gagnvart Moyes.

Síðan þá hefur Anichebe beðist afsökunar á hegðun sinni en Moyes hefur engu að síður skilið hann eftir úti í kuldanum.

„Ég hef lært að sjá ekki eftir neinu," sagði hinn tvítugi Anichebe í samtali við enska fjölmiðla. „Maður á að draga lærdóm af öllu því sem gerist í lífinu. Aldrei horfa til fortíðar - bara framtíðar. Maður getur ekki breytt fortíðinni en aðeins haft áhrif á framtíðina. Maður þarf að búa sig undir hvað getur gerst næst."




Tengdar fréttir

Moyes rak Anichebe heim

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur fengið sig fullsaddann af framherjanum Victor Anichebe eftir því sem fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×