Bóndinn sem hafnaði veginum fær 35 milljóna bætur 24. október 2009 18:48 Bóndinn við Kópasker, sem hafnaði því að Hófaskarðsleið færi í gegnum land sitt, hefur fengið 35 milljónir króna í bætur frá Vegagerðinni. Nágrannar saka hann um einstrengingshátt en sjálfur neitar bóndinn að ræða málið. Íbúar á norðausturhorni landsins segja það hneyksli að ekki sé unnt að opna nær fullbúinn veg.Þetta snýst um þrjátíu kílómetra veg í stað Öxarfjarðarheiðar til að koma byggðum beggja megin Melrakkasléttu í betra vegarsamband um Hólaheiði og Hófaskarð en þaðan er magnað útsýni yfir Kollavík og til Langaness. Kostnaður slagar hátt í milljarð króna en það er hins vegar ekki unnt að opna veginn þar sem Vegagerðin hefur ekki fengið leyfi til að leggja síðasta kaflann. Þarna endar vegurinn skyndilega og það vantar bara 1700 metra yfir þennan móa, um land bóndans á Brekku, Boga Ingimundarsonar, sem stóð harður á móti.Verktakinn Héraðsverk er að pakka saman og þar segjast menn gáttaðir. Gísli Guðnason verkstjóri segir menn orðlausa. Þetta sé sorglegt, miðað við það sem er búið og þennan litla spotta sem eftir er, að geta ekki opnað þetta.Íbúar nærliggjandi byggða eru óhressir. Sveitarstjóri Langanesbyggðar, Gunnólfur Lárusson, segir þetta skandal, að ekki sé unnt að opna þennan fína veg þegar aðeins 1.500 metrar séu eftir.Margir vilja skella skuldinni á bóndann á Brekku en sjálfur vill Bogi ekki ræða málið, segir dóm Hæstaréttar tala sínu máli, en þar var hafnað kröfu Vegagerðarinnar um að taka land hans eignarnámi. Vegagerðin hefur í framhaldinu neyðst til að greiða honum 35 milljónir króna í bætur fyrir rask, efnistöku og fyrir land sem hann á ofar í heiðinni, sem vegurinn var lagður um. Gula línan sýnir hvernig síðasti kaflinn átti að liggja um land Brekku en Hæstiréttur taldi eignarnámið ekki nauðsynlegt enda hefði Vegagerðin tilgreint annan valkost, bláu línuna, um ríkisjörðina Katastaði.Í millitíðinni bættist hins vegar enn eitt klúðrið við; landbúnaðarráðuneytið seldi Katastaði, og nýi eigandinn, Sigurður Árnason, sagði líka þvert nei, vegurinn færi ekki í gegn hjá sér. Það hefði að hans mati eyðilagt jörðina.En hvað finnst honum um afstöðu nágranna síns, Brekkubóndans? Einstrengingsleg, svarar Sigurður. Þar sé ekki verið að hafa samfélagið að leiðarljósi, né nágrannana.Sveitarstjórnarfulltrúinn Jón Grímsson segir að menn séu daprir yfir því hvernig farið sé með opinbert fé. Hann hefði aldrei trúað því að hægt væri að koma hlutunum í svona stöðu. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Bóndinn við Kópasker, sem hafnaði því að Hófaskarðsleið færi í gegnum land sitt, hefur fengið 35 milljónir króna í bætur frá Vegagerðinni. Nágrannar saka hann um einstrengingshátt en sjálfur neitar bóndinn að ræða málið. Íbúar á norðausturhorni landsins segja það hneyksli að ekki sé unnt að opna nær fullbúinn veg.Þetta snýst um þrjátíu kílómetra veg í stað Öxarfjarðarheiðar til að koma byggðum beggja megin Melrakkasléttu í betra vegarsamband um Hólaheiði og Hófaskarð en þaðan er magnað útsýni yfir Kollavík og til Langaness. Kostnaður slagar hátt í milljarð króna en það er hins vegar ekki unnt að opna veginn þar sem Vegagerðin hefur ekki fengið leyfi til að leggja síðasta kaflann. Þarna endar vegurinn skyndilega og það vantar bara 1700 metra yfir þennan móa, um land bóndans á Brekku, Boga Ingimundarsonar, sem stóð harður á móti.Verktakinn Héraðsverk er að pakka saman og þar segjast menn gáttaðir. Gísli Guðnason verkstjóri segir menn orðlausa. Þetta sé sorglegt, miðað við það sem er búið og þennan litla spotta sem eftir er, að geta ekki opnað þetta.Íbúar nærliggjandi byggða eru óhressir. Sveitarstjóri Langanesbyggðar, Gunnólfur Lárusson, segir þetta skandal, að ekki sé unnt að opna þennan fína veg þegar aðeins 1.500 metrar séu eftir.Margir vilja skella skuldinni á bóndann á Brekku en sjálfur vill Bogi ekki ræða málið, segir dóm Hæstaréttar tala sínu máli, en þar var hafnað kröfu Vegagerðarinnar um að taka land hans eignarnámi. Vegagerðin hefur í framhaldinu neyðst til að greiða honum 35 milljónir króna í bætur fyrir rask, efnistöku og fyrir land sem hann á ofar í heiðinni, sem vegurinn var lagður um. Gula línan sýnir hvernig síðasti kaflinn átti að liggja um land Brekku en Hæstiréttur taldi eignarnámið ekki nauðsynlegt enda hefði Vegagerðin tilgreint annan valkost, bláu línuna, um ríkisjörðina Katastaði.Í millitíðinni bættist hins vegar enn eitt klúðrið við; landbúnaðarráðuneytið seldi Katastaði, og nýi eigandinn, Sigurður Árnason, sagði líka þvert nei, vegurinn færi ekki í gegn hjá sér. Það hefði að hans mati eyðilagt jörðina.En hvað finnst honum um afstöðu nágranna síns, Brekkubóndans? Einstrengingsleg, svarar Sigurður. Þar sé ekki verið að hafa samfélagið að leiðarljósi, né nágrannana.Sveitarstjórnarfulltrúinn Jón Grímsson segir að menn séu daprir yfir því hvernig farið sé með opinbert fé. Hann hefði aldrei trúað því að hægt væri að koma hlutunum í svona stöðu.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira