Innlent

Kostnaður við rafmagn á bíla tíundi hluti bensínkostnaðar

Rafbíll í hleðslu. Haft er eftir samgöngustjóra Reykjavíkur að hægt væri að lækka orkukostnað úr 5,4 milljörðum í 600 milljónir ef helmingur bíla í borginni væri rafknúinn.
MYnd/Getty Images
Rafbíll í hleðslu. Haft er eftir samgöngustjóra Reykjavíkur að hægt væri að lækka orkukostnað úr 5,4 milljörðum í 600 milljónir ef helmingur bíla í borginni væri rafknúinn. MYnd/Getty Images

 Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir að ef helmingur bílaflota Reykvíkinga notaði rafmagn í stað jarðefnaeldsneytis myndi allt að 5,4 milljörðum króna sparast árlega.

Ofangreint kom fram í máli Ólafs á fundi um betri samgöngur í Hafnarhúsinu í gær, að því er segir í tilkynningu um fundinn. Sagði Ólafur að rafmagnið á bílana myndi aðeins kosta tíu prósent af því sem jarðaefnaeldsneytið myndi kosta, um 600 milljónir í stað sex milljarða króna.

Að sögn Ólafs er samgöngustefnu Reykjavíkurborgar ætlað að tryggja greiðar samgöngur um borgina án þess að ganga um of á verðmæti eins og umhverfi, heilsu og borgarbrag.

„Hann benti á að þétting byggðar styddi við uppbyggingu fjölbreyttari ferðamáta. Þá væru bílar almennt að minnka með aukinni notkun innlendra orkugjafa, eins og rafmagns, metans og metanóls, og það jákvæða við þessa þróun væri m.a. að bílarnir þyrftu minna rými og menguðu líka minna,“ að því er segir í frétt sem almannatengslastofan Athygli segir af fundinum.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×