Innlent

KSÍ biðst afsökunar á málinu

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/E. Stefán
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands biður íslensku þjóðina, knattspyrnuhreyfinguna og aðildarfélög sín afsökunar á því að fjármálastjóri þess, Pálmi Jónsson, hafi „misstigið sig“ árið 2005.

Eins og komið hefur fram voru teknar þrjár milljónir króna út af korti KSÍ á strípistað í Sviss, og kampavínsflöskur voru keyptar fyrir hundruð þúsunda. Pálmi var á staðnum og með kortið.

Í ljósi þess að Pálmi hefur endurgreitt féð og þar sem hann hefur verið áminntur ætlar KSÍ ekki að aðhafast meira í málinu.

Gott siðferði er mikilvægt veganesti í starfi íþróttahreyfingarinnar en ekki er síður mikilvægt að horfa fram á veginn, fyrirgefa og læra af mistökunum, segir í yfirlýsingu KSÍ.

Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnar­maður í KSÍ, hafði gagnrýnt KSÍ fyrir málsmeðferðina, en sagðist í gærkvöldi sammála yfirlýsingunni.

Femínistafélag Íslands hefur krafist þess að stjórnin segi af sér og að fjármálastjóranum verði vikið úr starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×