Erlent

Vopnaflutningaskip hertekið

Óli Tynes skrifar
Ísraelar halda uppi ströngu eftirliti undan ströndum landsins.
Ísraelar halda uppi ströngu eftirliti undan ströndum landsins.

Ísraelski flotinn hefur hertekið vopnaflutningaskip um 160 kílómetra undan ströndum landsins. Það var dregið til hafnar í Ísrael.

Ekki hafa verið gefnar upplýsingar um hvert skipið var að fara, né hverskonar vopn voru þar um borð.

Ísraelar hafa undanfarið lagt áherslu á að hafa upp á vonpasendingum til Hamas samtakanna á Gaza ströndinni og Hizbolla í Líbanon.

Ísraelar segja að vopnin hafi verið falin innan um annan farm skipsins. Þeir ganga út frá því að vopnin hafi komið frá Íran.

Yfirmaður leyniþjónustu ísraelska hersins skýrði frá því í gær að Hamas samtökin hafi nú fengið nýja tegund eldflauga frá Íran.

Þær eru svo langdrægar að hægt er að skjóta þeim frá Gaza ströndinni og til Tel Aviv sem er mesti þéttbýliskjarni í Ísrael.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×