Innlent

Ólafsfjarðargöng lokuð vegna grjóthruns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafsfjarðargöngin lokuðust í gærkvöldi þegar grjót féll úr klæðningunni og á veginn. Bifreið var ekið á grjótið en ökumaðurinn slapp sem betur fer ómeiddur. Vegagerðin lokaði síðan göngunum til að koma í veg fyrir að fleiri óhöpp hlytust af og er óljóst hvenær þau verða opnuð aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×