Erlent

Enn rifist um úrslit forsetakosninga í Afganistan

Hamid Karzai
Hamid Karzai MYND/AP

Enn er rifist um úrslit forsetakosninganna í Afganistan. Það er kannski ekki skrýtið því tölur frá kjörstöðum eru dálítið undarlegar.

Í Kandahar héraði eru til dæmis átta kjörstaðir. Og það þykir vægast sagt skrýtin tilviljun að á fjórum þeirra fékk Hamid Karzai nákvæmlega fimmhundruð atkvæði.

Í nokkrum þorpum og bænahúsum þar sem voru kjörstaðir fékk Karzai hvert eitt og einasta atkvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×