Fréttastjóri lærir guðfræði 12. janúar 2009 04:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson sest á skólabekk við elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Fréttablaðið/Anton „Ég verð vel geymdur þarna,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, sem hefur skráð sig í nám í elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir brotthvarfið af Stöð 2 en töluvert hefur verið slúðrað um það á vefsíðum að hann hafi verið stjórnendum gömlu viðskiptabankanna innan handar í kjölfar efnahagshrunsins. Steingrímur vísar því alfarið á bug, segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir námið í háskólanum. „Mér skilst að þetta sé rétti tíminn til að fara í nám, allavega hefur aðsóknin í Háskólann verið góð.“ Þessi gamli upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir guðfræðina ekki vera neitt stundarbrjálæði. Þótt hún hafi í sjálfu sér ekki mallað lengi í kollinum á honum. „Hún er bara nátengd sagnfræðinni sem ég stúderaði á sínum tíma og ætli guðfræðiáhuginn hafi ekki komið bara með aldrinum, þegar maður reynir að leita svara við dýpri spurningum en bara þessum veraldlegu,“ útskýrir Steingrímur sem hefur alið manninn undanfarna daga í Bóksölu stúdenta og sankað að sér hvers kyns heimspekiritum og trúfræðibókum. Hann segist jafnframt vera trúaður og fari því inn í námið á bæði sagnfræðilegum- og trúarlegum forsendum. Meðal námskeiða sem Steingrímur sækir á sinni fyrstu önn eru Inngangur að trúfræði og hebreska. Steingrímur er ekki fyrsti þekkti einstaklingurinn sem skráir sig í guðfræði; söngkonan Móeiður Júníusdóttir kláraði guðfræðina fyrir nokkru, Davíð Þór Jónsson, dómari í Gettu Betur, dustaði rykið af gömlu guðfræðibókunum sínum og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona lýsti því yfir í sjónvarpsþætti Loga Bergmans að hún hygðist skrá sig í guðfræði. Og fyrrum sjónvarpsmaðurinn er ekkert á því að skipuleggja námið of langt fram í tímann. Hefur ekkert velt því fyrir sér hvort hann muni klæðast hempunni góðu í framtíðinni og predika yfir lýðnum. „Maður hefur lært það af gamalli reynslu að það borgar sig ekki að horfa of langt fram á veginn, ég tek bara eina önn í einu.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Ég verð vel geymdur þarna,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, sem hefur skráð sig í nám í elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir brotthvarfið af Stöð 2 en töluvert hefur verið slúðrað um það á vefsíðum að hann hafi verið stjórnendum gömlu viðskiptabankanna innan handar í kjölfar efnahagshrunsins. Steingrímur vísar því alfarið á bug, segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir námið í háskólanum. „Mér skilst að þetta sé rétti tíminn til að fara í nám, allavega hefur aðsóknin í Háskólann verið góð.“ Þessi gamli upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir guðfræðina ekki vera neitt stundarbrjálæði. Þótt hún hafi í sjálfu sér ekki mallað lengi í kollinum á honum. „Hún er bara nátengd sagnfræðinni sem ég stúderaði á sínum tíma og ætli guðfræðiáhuginn hafi ekki komið bara með aldrinum, þegar maður reynir að leita svara við dýpri spurningum en bara þessum veraldlegu,“ útskýrir Steingrímur sem hefur alið manninn undanfarna daga í Bóksölu stúdenta og sankað að sér hvers kyns heimspekiritum og trúfræðibókum. Hann segist jafnframt vera trúaður og fari því inn í námið á bæði sagnfræðilegum- og trúarlegum forsendum. Meðal námskeiða sem Steingrímur sækir á sinni fyrstu önn eru Inngangur að trúfræði og hebreska. Steingrímur er ekki fyrsti þekkti einstaklingurinn sem skráir sig í guðfræði; söngkonan Móeiður Júníusdóttir kláraði guðfræðina fyrir nokkru, Davíð Þór Jónsson, dómari í Gettu Betur, dustaði rykið af gömlu guðfræðibókunum sínum og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona lýsti því yfir í sjónvarpsþætti Loga Bergmans að hún hygðist skrá sig í guðfræði. Og fyrrum sjónvarpsmaðurinn er ekkert á því að skipuleggja námið of langt fram í tímann. Hefur ekkert velt því fyrir sér hvort hann muni klæðast hempunni góðu í framtíðinni og predika yfir lýðnum. „Maður hefur lært það af gamalli reynslu að það borgar sig ekki að horfa of langt fram á veginn, ég tek bara eina önn í einu.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira