Innlent

Eftirfararbúnaður ólöglegur

Íslenska ríkið hefur verið dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða manni 250 þúsund krónur í miskabætur vegna eftirfararbúnaðar lögreglu sem maðurinn fann undir bíl sínum í nóvember 2007. Maðurinn hafði krafist tíu milljóna úr ríkiskassanum.

Búnaðurinn hafði verið undir bílnum í þrjá daga þegar maðurinn fann hann. Jafnframt hafði hann komist að raun um að símar hans hefðu verið hleraðir um nokkurra vikna skeið á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Þessar rannsóknaraðgerðir lögreglu voru hafnar þegar henni höfðu borist upplýsingar um að maðurinn, ásamt fleirum, væri viðriðinn stórfelldan innflutning á fíkniefnum.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×