Eigendur Tals eins og foreldrar í forræðisdeilu 20. febrúar 2009 15:46 Hilmar Ragnarsson og Þórhallur Guðlaugsson, sem sögðu sig úr stjórn Tals á dögunum vegna deilna í hlutahafahópi fyrirtækisins, segja deilurnar minna á illvígt forræðismál þar sem foreldrarnir berjist svo hatrammri baráttu að barnið gleymist. Þeir hafa nú sent bréf til Teymis, sem á meirihluta í Tali, þar sem gefnar eru ástæður fyrir úrsögn þeirra úr félaginu. Á dögunum var fjallað um úrsögn þeirra og sagt frá greinargerð sem þeir sendu frá sér á sama tíma þar sem þeir sögðust meðal annars aldrei hafa kynnst öðrum eins viðskiptasóðaskap og þeir urðu vitni að á þeim stutta tíma sem þeir sátu í stjórn félagsins. Í nýja bréfinu segjast þeir félagar ekki hafa átt við Teymi sérstaklega eins og sumstaðar hafi verið látið liggja að. „Þetta er rangt og byggt á miskilningi," segja þeir. „Eins og fram kemur í bréfi okkar fengum við ýmsar skýrslur og gögn til að setja okkur inn í málið. Sumt er í eðli sínu trúanaðarmál en annað opinberar skýrslur. Þessar upplýsingar, ásamt samskiptum við eigendur og aðra aðila, urðu til þess að við kusum að nota umrætt hugtak til að lýsa upplifun okkar af þeirri reynslu." Þeir Þórhallur og Hilmar segja að í því liggi felist engin ásökun á Teymi, Capital Plaza, sem er hinn eigandi Tals, IP- fjarskipti, Vodafone, Samkeppniseftirlitið eða það starfsfólk sem þar vinnur. „Við vorum einungis að lýsa upplifun okkar af málinu í heild. Það finnst okkur með miklum ólíkindum og minnir á illvígt forræðismál þar sem foreldrarnir berjast svo hatrammri baráttu að aðalatriðið, það er að segja barnið, gleymist." Þeir harma einnig að upphaflegt bréf þeirra hafi borist fjölmiðlum, enda hafi það eingöngu verið ætlað hlutaðeigandi aðilum og merkt sem trúnaðarmál. Þá taka þeir fram að bréfið hafi ekki verið greinargerð til Samkeppniseftirlitsins, eins og ítrekað hafi verið fullyrt í fjölmiðlum, heldur ætlað öðrum stjórnendum í Tali til útskýringar á afsögn úr stjórn félagsins. Þórhallur og Hilmar eru þó ekki alls kostar ánægðir með framkomu Teymis eftir sem áður og segjast þeir hafa ýmislegt við hana að athuga. „Í bréfi frá Teymi til stjórnarformanns [Þórhalls, innsk.blm] eru settar fram mjög alvarlegar ásakanir, svo alvarlegar að Teymi sá ekki aðra leið en að lýsa yfir vantrausti og óskaði eftir því að Samkeppniseftirlitið skipaði annan fulltrúa í hans stað. Þá höfðum við setið í stjórn IP-fjarskipta í rúmlega einn virkan dag." Þeir segja augljóslega mjög alvarlegt þegar meirihlutaeigandi lýsir vantrausti á stjórnarformann og skyldu menn ætla að slíkt væri gert að vel athuguðu máli. Það hafi að þeirra mati ekki verið gert og benda þeir á að Teymi hafi ekki rætt umræddar ásakanir við þá. „Þessi framkoma er fáheyrð og átti stóran þátt í úrsögn okkar úr stjórn fyrirtækisins," segja þeir að lokum í bréfinu til Teymis um leið og þeir óska IP-fjarskiptum alls hins besta í framtíðinni. Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis, segist fagna bréfinu sem Hilmar og Þórhallur sendu Teymi til útskýringar á sínum sjónarmiðum í málinu. „Það er óþolandi að sitja undir ávirðingum eins og þeim sem fram komu þegar þeir sögðu sig úr stjórn Tals, en þeir eru menn að meiri fyrir að hafa dregið ásakanirnar til baka með þessum hætti. Að öllu óbreyttu er þessu máli lokið af okkar hálfu," segir Þórdís. Tengdar fréttir Eðlilega staðið að rekstri Tals Teymi mótmælir harðlega fullyrðingum um að félagið hafi staðið óeðlilega að rekstri Tals. Fullyrðingar um að Teymi hafi hlutast til um verkefni stjórnar eftir að fulltrúar Samkeppniseftirlitsins tóku þar sæti eru stórlega orðum auknar, að fram kemur í tilkynningu frá Teymi sem Þórdís J. Sigurðardóttir og Ólafur Þ. Jóhannesson skrifa undir. Einu afskipti Teymis af stjórnarsetu hinna óháðu stjórnarmanna fólust í áréttingu félagsins um að lögum væri fylgt í hvívetna. 12. febrúar 2009 20:21 Íhuga frekari aðgerðir gegn Teymi Þær ástæður sem stjórnarmenn tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu í stjórn IP fjarskipta eða Tals, gáfu fyrir úrsögn sinni í gær gefa tilefni til grunsemda um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali og samkeppnislegu sjálfstæði þess að sögn Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 12. febrúar 2009 14:52 Kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Teymi segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að skipa nýja fulltrúa félagsins í stjórn Tals óviðunandi og henni verði áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gæti leitt það af sér að félagið hefði engin völd í stjórn Tals þrátt fyrir að eiga 51% hlut í félaginu. 26. janúar 2009 15:34 Fulltrúum Teymis vikið úr stjórn Tals Með bráðabirgðaákvörðun í dag hefur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um að fulltrúar Teymis hf. í stjórn IP-fjarskipta hf. (Tali) víki og í stað þeirra skuli skipaðir tveir óháðir einstaklingar sem tilnefndir verða af Samkeppniseftirlitinu. 26. janúar 2009 14:55 Samkeppniseftirlitið beitir Teymi dagsektum Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun í dag lagt þriggja milljóna króna dagsektir á Teymi hf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins um breytingar á stjórn IP-fjarskipta (Tals), sem mælt var fyrir um í ákvörðun til bráðabirgða frá 26. janúar sl. 4. febrúar 2009 12:30 Saka Teymi um viðskiptasóðaskap Í greinargerð sem þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson, sendu frá sér um leið og þeir sögðu sig úr stjórn IP fjarskipta eða Tals, kemur fram að þeir hafi aldrei kynnst öðrum eins viðskiptasóðaskap og þeir hafi orðið vitni að í þá fáu daga sem þeir störfuðu í stjórn Tals. Tvímenningarnir voru tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu og sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri þess við fréttastofu í dag að ástæður úrsagnar þeirra veki grun um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali. 12. febrúar 2009 16:38 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Vonar að Tal verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarmaður í Tali, vona að farsímafyrirtækið verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone sem allra fyrst svo félagið geti orðið þjóðinni öflugur lággjalda þjónustuaðili í því kreppuástandi sem hún er að fást við um þessar mundir. 7. janúar 2009 15:10 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Grunur um að Teymi hafi ætlað að reka Tal í þrot Stjórn Teymis vísar ásökunum sem leiddu til húsleitar Samkeppniseftirlitsins á skrifstofu Teymis í morgun á bug. Samkvæmt dómsúrskurði sem heimilaði húsleitina taldi Samkeppniseftirlitið grun leika á að: 7. janúar 2009 17:28 Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hilmar Ragnarsson og Þórhallur Guðlaugsson, sem sögðu sig úr stjórn Tals á dögunum vegna deilna í hlutahafahópi fyrirtækisins, segja deilurnar minna á illvígt forræðismál þar sem foreldrarnir berjist svo hatrammri baráttu að barnið gleymist. Þeir hafa nú sent bréf til Teymis, sem á meirihluta í Tali, þar sem gefnar eru ástæður fyrir úrsögn þeirra úr félaginu. Á dögunum var fjallað um úrsögn þeirra og sagt frá greinargerð sem þeir sendu frá sér á sama tíma þar sem þeir sögðust meðal annars aldrei hafa kynnst öðrum eins viðskiptasóðaskap og þeir urðu vitni að á þeim stutta tíma sem þeir sátu í stjórn félagsins. Í nýja bréfinu segjast þeir félagar ekki hafa átt við Teymi sérstaklega eins og sumstaðar hafi verið látið liggja að. „Þetta er rangt og byggt á miskilningi," segja þeir. „Eins og fram kemur í bréfi okkar fengum við ýmsar skýrslur og gögn til að setja okkur inn í málið. Sumt er í eðli sínu trúanaðarmál en annað opinberar skýrslur. Þessar upplýsingar, ásamt samskiptum við eigendur og aðra aðila, urðu til þess að við kusum að nota umrætt hugtak til að lýsa upplifun okkar af þeirri reynslu." Þeir Þórhallur og Hilmar segja að í því liggi felist engin ásökun á Teymi, Capital Plaza, sem er hinn eigandi Tals, IP- fjarskipti, Vodafone, Samkeppniseftirlitið eða það starfsfólk sem þar vinnur. „Við vorum einungis að lýsa upplifun okkar af málinu í heild. Það finnst okkur með miklum ólíkindum og minnir á illvígt forræðismál þar sem foreldrarnir berjast svo hatrammri baráttu að aðalatriðið, það er að segja barnið, gleymist." Þeir harma einnig að upphaflegt bréf þeirra hafi borist fjölmiðlum, enda hafi það eingöngu verið ætlað hlutaðeigandi aðilum og merkt sem trúnaðarmál. Þá taka þeir fram að bréfið hafi ekki verið greinargerð til Samkeppniseftirlitsins, eins og ítrekað hafi verið fullyrt í fjölmiðlum, heldur ætlað öðrum stjórnendum í Tali til útskýringar á afsögn úr stjórn félagsins. Þórhallur og Hilmar eru þó ekki alls kostar ánægðir með framkomu Teymis eftir sem áður og segjast þeir hafa ýmislegt við hana að athuga. „Í bréfi frá Teymi til stjórnarformanns [Þórhalls, innsk.blm] eru settar fram mjög alvarlegar ásakanir, svo alvarlegar að Teymi sá ekki aðra leið en að lýsa yfir vantrausti og óskaði eftir því að Samkeppniseftirlitið skipaði annan fulltrúa í hans stað. Þá höfðum við setið í stjórn IP-fjarskipta í rúmlega einn virkan dag." Þeir segja augljóslega mjög alvarlegt þegar meirihlutaeigandi lýsir vantrausti á stjórnarformann og skyldu menn ætla að slíkt væri gert að vel athuguðu máli. Það hafi að þeirra mati ekki verið gert og benda þeir á að Teymi hafi ekki rætt umræddar ásakanir við þá. „Þessi framkoma er fáheyrð og átti stóran þátt í úrsögn okkar úr stjórn fyrirtækisins," segja þeir að lokum í bréfinu til Teymis um leið og þeir óska IP-fjarskiptum alls hins besta í framtíðinni. Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis, segist fagna bréfinu sem Hilmar og Þórhallur sendu Teymi til útskýringar á sínum sjónarmiðum í málinu. „Það er óþolandi að sitja undir ávirðingum eins og þeim sem fram komu þegar þeir sögðu sig úr stjórn Tals, en þeir eru menn að meiri fyrir að hafa dregið ásakanirnar til baka með þessum hætti. Að öllu óbreyttu er þessu máli lokið af okkar hálfu," segir Þórdís.
Tengdar fréttir Eðlilega staðið að rekstri Tals Teymi mótmælir harðlega fullyrðingum um að félagið hafi staðið óeðlilega að rekstri Tals. Fullyrðingar um að Teymi hafi hlutast til um verkefni stjórnar eftir að fulltrúar Samkeppniseftirlitsins tóku þar sæti eru stórlega orðum auknar, að fram kemur í tilkynningu frá Teymi sem Þórdís J. Sigurðardóttir og Ólafur Þ. Jóhannesson skrifa undir. Einu afskipti Teymis af stjórnarsetu hinna óháðu stjórnarmanna fólust í áréttingu félagsins um að lögum væri fylgt í hvívetna. 12. febrúar 2009 20:21 Íhuga frekari aðgerðir gegn Teymi Þær ástæður sem stjórnarmenn tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu í stjórn IP fjarskipta eða Tals, gáfu fyrir úrsögn sinni í gær gefa tilefni til grunsemda um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali og samkeppnislegu sjálfstæði þess að sögn Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 12. febrúar 2009 14:52 Kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Teymi segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að skipa nýja fulltrúa félagsins í stjórn Tals óviðunandi og henni verði áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gæti leitt það af sér að félagið hefði engin völd í stjórn Tals þrátt fyrir að eiga 51% hlut í félaginu. 26. janúar 2009 15:34 Fulltrúum Teymis vikið úr stjórn Tals Með bráðabirgðaákvörðun í dag hefur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um að fulltrúar Teymis hf. í stjórn IP-fjarskipta hf. (Tali) víki og í stað þeirra skuli skipaðir tveir óháðir einstaklingar sem tilnefndir verða af Samkeppniseftirlitinu. 26. janúar 2009 14:55 Samkeppniseftirlitið beitir Teymi dagsektum Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun í dag lagt þriggja milljóna króna dagsektir á Teymi hf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins um breytingar á stjórn IP-fjarskipta (Tals), sem mælt var fyrir um í ákvörðun til bráðabirgða frá 26. janúar sl. 4. febrúar 2009 12:30 Saka Teymi um viðskiptasóðaskap Í greinargerð sem þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson, sendu frá sér um leið og þeir sögðu sig úr stjórn IP fjarskipta eða Tals, kemur fram að þeir hafi aldrei kynnst öðrum eins viðskiptasóðaskap og þeir hafi orðið vitni að í þá fáu daga sem þeir störfuðu í stjórn Tals. Tvímenningarnir voru tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu og sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri þess við fréttastofu í dag að ástæður úrsagnar þeirra veki grun um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali. 12. febrúar 2009 16:38 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Vonar að Tal verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarmaður í Tali, vona að farsímafyrirtækið verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone sem allra fyrst svo félagið geti orðið þjóðinni öflugur lággjalda þjónustuaðili í því kreppuástandi sem hún er að fást við um þessar mundir. 7. janúar 2009 15:10 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Grunur um að Teymi hafi ætlað að reka Tal í þrot Stjórn Teymis vísar ásökunum sem leiddu til húsleitar Samkeppniseftirlitsins á skrifstofu Teymis í morgun á bug. Samkvæmt dómsúrskurði sem heimilaði húsleitina taldi Samkeppniseftirlitið grun leika á að: 7. janúar 2009 17:28 Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Eðlilega staðið að rekstri Tals Teymi mótmælir harðlega fullyrðingum um að félagið hafi staðið óeðlilega að rekstri Tals. Fullyrðingar um að Teymi hafi hlutast til um verkefni stjórnar eftir að fulltrúar Samkeppniseftirlitsins tóku þar sæti eru stórlega orðum auknar, að fram kemur í tilkynningu frá Teymi sem Þórdís J. Sigurðardóttir og Ólafur Þ. Jóhannesson skrifa undir. Einu afskipti Teymis af stjórnarsetu hinna óháðu stjórnarmanna fólust í áréttingu félagsins um að lögum væri fylgt í hvívetna. 12. febrúar 2009 20:21
Íhuga frekari aðgerðir gegn Teymi Þær ástæður sem stjórnarmenn tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu í stjórn IP fjarskipta eða Tals, gáfu fyrir úrsögn sinni í gær gefa tilefni til grunsemda um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali og samkeppnislegu sjálfstæði þess að sögn Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 12. febrúar 2009 14:52
Kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Teymi segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að skipa nýja fulltrúa félagsins í stjórn Tals óviðunandi og henni verði áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gæti leitt það af sér að félagið hefði engin völd í stjórn Tals þrátt fyrir að eiga 51% hlut í félaginu. 26. janúar 2009 15:34
Fulltrúum Teymis vikið úr stjórn Tals Með bráðabirgðaákvörðun í dag hefur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um að fulltrúar Teymis hf. í stjórn IP-fjarskipta hf. (Tali) víki og í stað þeirra skuli skipaðir tveir óháðir einstaklingar sem tilnefndir verða af Samkeppniseftirlitinu. 26. janúar 2009 14:55
Samkeppniseftirlitið beitir Teymi dagsektum Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun í dag lagt þriggja milljóna króna dagsektir á Teymi hf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins um breytingar á stjórn IP-fjarskipta (Tals), sem mælt var fyrir um í ákvörðun til bráðabirgða frá 26. janúar sl. 4. febrúar 2009 12:30
Saka Teymi um viðskiptasóðaskap Í greinargerð sem þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson, sendu frá sér um leið og þeir sögðu sig úr stjórn IP fjarskipta eða Tals, kemur fram að þeir hafi aldrei kynnst öðrum eins viðskiptasóðaskap og þeir hafi orðið vitni að í þá fáu daga sem þeir störfuðu í stjórn Tals. Tvímenningarnir voru tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu og sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri þess við fréttastofu í dag að ástæður úrsagnar þeirra veki grun um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali. 12. febrúar 2009 16:38
Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00
Vonar að Tal verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarmaður í Tali, vona að farsímafyrirtækið verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone sem allra fyrst svo félagið geti orðið þjóðinni öflugur lággjalda þjónustuaðili í því kreppuástandi sem hún er að fást við um þessar mundir. 7. janúar 2009 15:10
Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00
Grunur um að Teymi hafi ætlað að reka Tal í þrot Stjórn Teymis vísar ásökunum sem leiddu til húsleitar Samkeppniseftirlitsins á skrifstofu Teymis í morgun á bug. Samkvæmt dómsúrskurði sem heimilaði húsleitina taldi Samkeppniseftirlitið grun leika á að: 7. janúar 2009 17:28
Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59