Innlent

Sex vilja stöðu rektors á Akureyri

Mynd/KK

Sex umsóknir bárust um stöðu rektors við Háskólann á Akureyri en umsóknarfrestur rann út þann 10. febrúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá skólanum segir að menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs.

Háskólaráð tilnefnir tvo menn í nefnd til að meta hæfni umsækjenda og skal annar þeirra vera formaður en menntamálaráðuneytið tilnefnir einn. „Hæfni umsækjenda um embætti rektors skal metin í ljósi heildarmats, með tilliti til vísinda- og útgáfustarfa, ferils sem háskólakennari eða í öðrum störfum, rekstrar og stjórnunarreynslu og með tilliti til þess hversu menntun og reynsla viðkomandi muni nýtast í starf i rektors," segir einnig.

Umsækjendur eru:

Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar

Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri

Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor í stjórnun við Háskólann á Akureyri

Ívar Jónsson, forstöðumaður þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns

Stefán B. Sigurðsson, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands

Zhanna Suprun, verkfræðingur












Fleiri fréttir

Sjá meira


×