Innlent

Lokað fyrir framhaldsskóla

Kvennaskólinn í Reykjavík.
Kvennaskólinn í Reykjavík.

Snara, vefbókasafn sem selur aðgang að Íslenskri orðabók og fjölda annarra orðabóka, ætlar á fimmtudag að loka fyrir aðgang framhaldsskólanema að safninu.

„Í haust var þess farið á leit við menntamálaráðuneytið að það greiddi fyrir aðgangi allra framhaldsskólanema landsins að Snörunni. Því miður hefur ráðuneytið ekki séð sér fært að svara erindi okkar, og Snara getur ekki haldið rekstri vefsvæðisins úti án greiðslna frá notendum til lengri tíma," segir á heimasíðu Snöru.

Fyrirtækið hafði boðið nemum ókeypis aðgang í eitt ár.- kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×