Fótbolti

Lippi: Írar eru hvorki Davíð né Golíat

Marcello Lippi
Marcello Lippi

Giovanni Trappatoni, landsliðsþjálfari Íra, lýsti viðureign Ítala og Íra í kvöld sem viðureign Davíðs og Golíats á blaðamannafundi í gær.

Landi hans Marcello Lippi sem stýrir ítalska landsliðinu tekur ekki undir þessar yfirlýsingar og segir írska liðið ekkert smálið.

"Kannski er ekki hægt að kalla Írana Golíat, en þeir eru enginn Davíð heldur. Trappatoni hefur gríðarlega reynslu og kann að hvetja sína menn," sagði Lippi.

Ítalska liðið er í toppsæti riðilsins með 13 stig eftir fimm leiki, tveimur stigum meira en Írarnir. Liðin eru í sérflokki í riðlinum, en leikurinn í kvöld gæti hinsvegar ráðið miklu um það hvort írska liðið nær að veita því ítalska keppni um toppsætið. Liðin mætast í Bari í á Ítalíu í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×