Innlent

Handteknir með byssu í Breiðholti

Mynd úr safn
Mynd úr safn

Lögreglan á höfuðborgarsvæiðnu fékk tilkynningu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt um að tveir menn uppi í Breiðholti hefðu ekið um á bifreið og verið með líflátshótanir í garð ákveðins fólks. Með fylgdi að þeir hefðu beint byssu að fólkinu.

Lögreglan hóf strax leit að mönnunum sem hún fann síðar um nóttina og kom þá í ljós eftir leit í bifreiðinni að þeir voru með leikfangabyssu sem leit út eins og alvöru byssa. Tveir ungir menn, átján ára, voru handteknir og verða líklega ákærðir fyrir brot á vopnalögum og fyrir hótanirnar.

Þá var karlmaður handtekinn í miðborg Reykjavíkur um þrjú leytið í nótt eftir slagsmál en hann hafði brotið tönn í öðrum aðila. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi að sögn lögreglu og var vistaður á lögreglustöðinni.

Þegar þangað var komið fundust á honum ætluð fíkniefni, hvítt duft í poka, og þarf að hann að svara fyrir þetta þegar hann vaknar að sögn varðstjóra.

Annars hefur morguninn verið rólegur hjá lögreglu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×