Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Skotum í undankeppni HM 2010. Leikurinn fer fram á hinum rómaða stemmningsvelli Hampden Park í Glasgow á eftir og verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00.
Ólafur kemur með Helga Val Daníelsson, Pálma Rafn Pálmason og Bjarna Ólaf Eiríksson inn í liðið frá því í leiknum á móti Liechtenstein á dögunum auk þess sem Gunnleifur Gunnleifsson verður í markinu í staðinn fyrir Árna Gaut Arason en þeir skiptu þeim leik á milli sín.
Emil Hallfreðsson er meiddur og verður ekki með í leiknum. Bjarni Ólafur Eiríksson verður því í bakverðinum og Ólafur hefur fært Indriða Sigurðsson inn á miðjuna.
Ólafur gengur enn á ný framhjá Veigari Pál Gunnarssyni og hefur í hans stað Arnór Smárason með Eiði Smára Guðjohnsen í framlínunni.
Helgi Valur Daníelsson og Pálmi Rafn Pálmason eru inn á miðjunni í liði Ólafs en þeir Eggert Gunnþór Jónsson og Theódór Elmar Bjarnason, sem báðir hafa sterkt tengsl við Skotland, eru aftur á móti báðir á bekknum.
Byrjunarliðið á móti Skotum (4-5-1):
Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson
Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson
Vinstri bakvörður: Bjarni Ólafur Eiríksson
Miðverðir: Hermann Hreiðarsson, fyrirliði og Kristján Örn Sigurðsson
Varnartengiliðir: Aron Einar Gunnarsson og Helgi Valur Daníelsson
Hægri kantur: Pálmi Rafn Pálmason
Vinstri kantur: Indriði Sigurðsson
Sóknartengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen
Framherji: Arnór Smárason