Fótbolti

Ferguson baðst afsökunar og verður á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Barry Ferguson í leiknum gegn Hollandi um helgina.
Barry Ferguson í leiknum gegn Hollandi um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt fréttum í Skotlandi hafa þeir Barry Ferguson og Allan McGregor beðið George Burley landsliðsþjálfara afsökunar á agabroti þeirra um helgina.

Í dag var greint frá því að Burley hafi ákveðið að reka þá Ferguson og McGregor úr skoska landsliðshópnum fyrir að sitja lengi við drykkju á aðfaranótt sunnudags.

En nú um hádegisbilið halda skoskir fjölmiðlar því fram að þeir hafi beðist afsökunar á þessu. Burley hafi í kjölfarið skipt um skoðun og búist er við því að þeir verði meðal varamanna í kvöld.

Þetta er engu að síður mikið áfall fyrir skoska landsliðið og mikið reiðarslag fyrir stuðningsmenn liðsins í Skotlandi.

Samkvæmt frétt Sky Sports verður Stephen McManus fyrirliði skoska liðsins gegn því íslenska í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×