Innlent

Hundrað milljónir til viðbótar fyrir sérstakan saksóknara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eva Joly ásamt Ólafi Haukssyni, sérstökum saksóknara, og Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Mynd/ Daníel.
Eva Joly ásamt Ólafi Haukssyni, sérstökum saksóknara, og Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Mynd/ Daníel.
Hundrað milljónir verða veittar til að styrkja embætti sérstaks saksóknara til viðbótar við það fé sem áður hafði verið ákveðið að veita til embættisins. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Með þessu fjármagni verður bönkunum gert kleyft að rannsaka bókhaldsgögn bankanna í sérstöku verkefni. Verður hluta af fénu varið til greiðslu erlendra sérfræðinga sem munu veita embætti sérstaks saksóknara ráðgjöf, að því er fram kom í máli Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×