Innlent

Sviptur ævilangt

Rúmlega fertugur karlmaður var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna í Héraðsdómi Vesturlands í dag. Maðurinn var stöðvaður í apríl síðastliðnum á Akrafjallsvegi. Hann var að auki með lítilræði af amfetamíni í sínum fórum.

Maðurinn játaði brot sitt greiðlega. Hann hefur margsinnis komist í kast við lögin. Meðal annars hefur hann sex sinnum verið dæmdur fyrir umferðalagabrot.

Maðurinn var sviptur ökuréttindum ævilangt. Að öðru leitinu til var honum ekki gerð nein sérstök refsing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×