Lífið

Ungfrú Reykjavík á Broadway í kvöld

„Ég er reyndar ekkert búin að vera með stelpunum í keppninni og ekki kynnst þeim, því ég kem að keppninni frá allt annarri hlið en ég er vön," svarar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir aðspurð hvort hún hafi nú þegar áttað sig á því hver hlýtur titilinn.

„Ég er starfsmaður Skjás eins í kvöld," bætir Unnur Birna við en hún hefur tekið að sér að kynna keppnina sem fram fer á Broadway í kvöld.

„Mér líst rosaleg vel á þær en mér finnst þær vera í yngri kantinum, sem ég er ekkert rosalega hrifin af. En það er eins og það er," segir Unnur Birna nýkomin úr „kamerurennsli".

Ungfrú Reykjavík verður sjónvarpað í beinni útsendingu á Skjá einum klukkan 22:00.

Sjá nánar á Broadway.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.