Innlent

„Starfhæf bæjarstjórn" mynduð á Álftanesi

MYND/Vilhelm.

Starfhæf bæjarstjórn hefur verið mynduð á Álftanesi með aðkomu þriggja fulltrúa D-lista og Margrétar Jónsdóttur sem var áður í bæjarstjórn fyrir Á-lista. Margrét sagði í sumar skilið við félaga sína í bæjarstjórnarhópi Á-listans og er nú óháð. Í samvinnu við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks samþykkti Margrét að segja bæjarstjóranum Sigurði Magnússyni af Á-listanum upp störfum á dögunum.

Þessi hópur hefur nú undirritað samkomulag um samstarf. „Samkomulagið byggir á þeim meginþáttum að gætt verði að því að þjónusta við íbúana skerðist sem minnst og að bæjarstjórn einbeiti sér að því að rétta af fjárhag bæjarfélagsins. Við teljum að með góðri sátt okkar um megin markmið bæjarstjórnar til vors 2010, megi þegar á næstu vikum merkja áherslubreytingar Álftnesingum til heilla," segir í tilkynningu frá hópnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×