Innlent

Auður sækist eftir sæti á lista VG í Reykjavík

Auður Lilja Erlingsdóttir.
Auður Lilja Erlingsdóttir.

Auður Lilja Erlingsdóttir hefur ákveðið að sækjast eftir öðru til þriðja sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum sem fer fram 7. mars næstkomandi.

Samkvæmt fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum er Auður Lilja fyrsti varaþingmaður Vinstihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi syðra og hefur tvisvar tekið sæti á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili. Þar lagði hún meðal annars fram frumvarp um breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna og þingsályktunartillögu um úttekt á kjörum og réttindum námsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×